Prentun

Það er ótrúlega algengt að fólk láti ekki prenta út myndirnar sínar, jafnvel þó það hafi ætlað sér að gera það. Lífið heldur áfram, dagarnir líða og myndirnar enda oft í tölvu­möppu – óskoðaðar og óprentaðar. 

 

Ég býð upp á fulla umsýslu með prentun í samstarfi við Pixel prentþjónustu. Ég sé um alla vinnslu fyrir þig – frá réttri stærð og litastillingum yfir í samskipti, pöntun og afhendingu.

Umsýslugjald er 30% ofan á prentkostnað. 

 

Umsýslugjald nær yfir:

  • Uppsetningu stærða og hlutfalla

  • Litaleiðréttingu og gæðatryggingu

  • Samskipti og eftirfylgni við prentþjónustu

  • Fría afhendingu á höfuðborgarsvæðinu

  • Þú velur myndirnar – ég sé um allt annað.

Prentað er á hágæða Pro Satin Luster 250 gr. pappír frá Epson. Afgreiðslutími er 3-5 virkir dagar.

Grunngjald Verð í krónum
Fyrir hverja pöntun óháð, fjölda mynda, þarf að greiða grunngjald 1.800
Stærð Verð per mynd í krónum
10x15 cm. 74
13x18 cm. 545
15x20 cm. 723
15x21 cm. 931
18x24 cm. 965
20x30 cm. 1.434
21x30 cm. 1.434
10x10 cm. 74
12x12 cm. 545
15x15 cm 723
18x18 cm. 1.065
20x20 cm. 1.065