
Um mig
Ég heiti Ragnar Trausti Ragnarsson, bý í Reykjavík, er 40 ára og á tvo hressa og skemmtilega stráka. Ég hef haft brennandi áhuga fyrir því að skapa myndir frá því ég man eftir mér. Hvort sem það eru kyrrmyndir eða hreyfðar hefur sjónræn tjáning alltaf verið mín sterkasta leið til að miðla sögum, stemmningu og tilfinningum.
Ég lærði kvikmyndagerð og lýsingu í Kulturama í Stokkhólmi og síðar kvikmyndafræði við Háskóla Íslands, sem mótaði skilning minn á frásögn, fagurfræði og tæknilegum grunni ljóss og skugga. Menntun og reynsla hefur mótað nálgun mína við ljósmyndun — ég hugsa í mynduppbyggingu, hreyfingu og stemningu.