Fjölskyldumyndbönd

Gerðu augnablikin tímalaus með fallegu myndbandi. Ég býð upp á þrjá ólíka pakka. Hver pakki er hannaður til að fanga kjarna fjölskyldunnar.

Sýnishorn

Fjölskyldumyndbönd er nýleg þjónusta sem er orðin vinsæl víða erlendis. Faglega unnið kvikmyndað efni af þinni fjölskyldu er allt önnur upplifun en fjölskyldumyndir geta gefið.

Hér að neðan má sjá dæmi um dæmigerð fjölskyldumyndbönd, en þessi myndbönd voru gerð af fagfólki.

Fyrstu dagarnir


Tilvalið fyrir nýfædd börn. 60 mínútna tökur heima hjá ykkur, þar sem við föngum dýrmætu augnablikin fyrstu dagana.

  • Innitökur
  • Lengd frá 2 til 4 mínútum

  • Eftirvinnsla og hljóðsetning

  • Skil á myndbandi í fullum gæðum

59.990

Fast verð með eftirvinnslu

Líf og fjör


Frábært fyrir lífleg heimili.  90 mínútna tökur með fjölskyldunni, bæði heima og á nálægum útivistarstað. Tækifæri til að fanga litlu fallegu augnablikin í hversdagsleikanum.

  • Inni- og útitökur
  • Lengd frá 4 til 6 mínútum

  • Eftirvinnsla og hljóðsetning

  • Skil á myndbandi í fullum gæðum

75.000

Fast verð með eftirvinnslu

Ævintýri


Stærsti pakkinn sem hentar litlum fjölskyldum sem og stærri. Tökur í 3 klst. Tækifæri til að fanga til dæmis viðburði eins og fjölskylduboð, ættarmót eða stórafmæli.

  • Ráðgjöf og skipulagning í samvinnu við viðskiptavin fyrir tökur
  • Lengd frá 4 til 6 mínútum

  • Eftirvinnsla og hljóðsetning

  • Skil á myndbandi í fullum gæðum

120.000

Fast verð með eftirvinnslu

Svona er ferlið

  • Þú velur myndbandspakka
    Við finnum saman hentugan tíma og staðsetningu fyrir tökudaginn.
  • Upptakan fer fram
    Afslöppuð og skemmtileg upplifun þar sem fjölskyldan fær að vera hún sjálf og augnablikin verða náttúruleg og falleg og það sem mestu máli skiptir, allir eru fyrir framan myndavélina.

  • Ég tek saman efnið
    Ég fer í gegnum upptökurnar og vel bestu augnablikin til að segja ykkar einstöku sögu.

  • Klipping og vinnsla (5–10 dagar)
    Klipping, litaleiðrétting, hljóðsetning og flæði. Tónlist sett undir með leyfum.
  • Afhending
    Þú færð myndbandið í tveimur útgáfum: Full gæði og léttari útgáfa til að deila á samfélagsmiðlum sem dæmi.

Gott að hafa í huga fyrir upptöku

  • Klæðnaður: Veljið einn lit eða einn samræmdan litatón fyrir alla – það skilar rólegri og fallegri heild.

  • Börn: Gott að hafa nesti og vatn til að halda orkunni góðri.

  • Útitökur: Hafið mjög hlý aukaföt, sérstaklega fyrir börnin.

  • Þægindi: Veljið föt sem eru þægileg og leyfa náttúrulegar hreyfingar.

  • Forðist að skipta um föt á staðnum nema nauðsynlegt sé
  • Slakið á — engin þörf á fullkomnun. Bestu skotin fást þegar allir eru afslappaðir.