Fermingar 2026

Fermingardagurinn er stór áfangi og fermingarmyndirnar eiga að endurspegla persónuleika, styrk og einstakan stíl fermingarbarnsins. Myndatakan fer fram annaðhvort utan- eða innandyra, allt eftir óskum og aðstæðum. Markmiðið er að skapa fallegar, tímalausar myndir.

  • 60 mínútna myndataka
  • 10 unnar stafrænar myndir
  • Létt leiðsögn um stellingar og stemningu
  • Prentun valkvæð - sjá verðskrá
  • Afhending mynda á lokuðu vefgalleríi, bæði unnar og þær sem komu best út
  • Hægt að bæta við myndum
    (1.800 kr. hver)
  • Verð 29.990

Svona er ferlið

  • Þú velur myndatökupakka og við finnum saman tíma og staðsetningu.
  • Myndatakan fer fram – slök og skemmtileg upplifun.

  • Ég vel bestu myndirnar og sendi þér hlekk þar sem þú velur þær myndir sem þú vilt láta vinna.

  • Ég vinn myndirnar (3–6 dagar) og sendi þær í fullum gæðum.

  • Ef óskað er eftir prentun:

    • Ég sé um umsýslu og pöntun

    • Prentunin tekur 3–5 daga

    • Myndir eru afhentar tilbúnar – jafnvel heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

Gott að hafa í huga fyrir myndatöku

  • Klæðnaður: Veljið einn samræmdan litatón fyrir alla – það skilar rólegri og fallegri heild. Forðist að vera í mörgum flíkum sem eru svartar eða mjög dökkar á lit.
  • Börn: Gott að hafa nesti og vatn til að halda orkunni góðri.

  • Útimyndataka: Hafið mjög hlý aukaföt, sérstaklega fyrir börnin.

  • Þægindi: Veljið föt sem eru þægileg og leyfa náttúrulegar hreyfingar.

  • Forðist að skipta um föt á staðnum nema nauðsynlegt sé
  • Slakið á — engin þörf á fullkomnun. Bestu myndirnar fást þegar allir eru afslappaðir.